Doktorsvörn í líffræði | Háskólinn á Hólum

Doktorsvörn í líffræði

Doktorsefni: Samantha Victoria Beck
 
Heiti ritgerðar: Mikilvægi hrognastærðar fyrir þróun fjölbreytileika hjá afbrigðum bleikju (Salvelinus Alpinus)
 
Andmælendur:
Dr. Benedikt Hallgrímsson, prófessor við Calgaryháskóla, Kanada
Dr. Kimmo K. Kahilainen, prófessor við INN Høgskolen i Innlandet, Noregi
 
Leiðbeinandi: Dr. Camille A. Leblanc, lektor við Háskólann á Hólum
 
Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Zophonías O. Jónsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild  Háskóla Íslands
Dr. Katja Räsänen, lektor við EAWAG í Sviss
Dr. Bjarni K. Kristjánsson, prófessor við Háskólann á Hólum
Dr. Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum
Dr. John Postlethwait, prófessor emeritus við háskólann í Oregon, Bandaríkjunum
 
Doktorsvörn stýrir: Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands.
 
Ágrip
 
Breytileiki á hrognastærð innan og milli tegunda fiska er umtalsverður og hrognastærð hefur áhrif á afkomu og hæfni afkvæma. Skilningur okkar á því hvaða áhrif eggjastærð getur haft á þroskunarferla afkvæma er aftur á móti takmarkaður. Bleikja (Salvelinus alpinus) er þekkt fyrir óvenjumikinn svipgerðarbreytileika og mismunandi afbrigði sem nýta ólík búsvæði og fæðu innan sama stöðuvatnsins eru algeng. Ég athugaði hvort breytileiki í stærð hrogna og afkvæma hefur áhrif þroskunarhraða og tjáningu gena tengdum vexti, beinþroskun og lögun þess hluta höfuðkúpunnar sem tengjast fæðunámi. Þetta var metið í afkvæmum við klak og þegar a þau byrjuðu að éta. Slík tengsl hrognastærðar og fósturþroska voru rannsökuð hjá misaðgreindum afbrigðum í tveim stöðuvötnum (Þingvallavatni og Vatnshlíðarvatni), sem og hjá sjóbleikjustofni (Fljótaá). Genatjáning og þroskunarhraði voru ólík milli afbrigða, en hrognastærð hafði einungis áhrif í einu afbrigði. Þannig var tjáning gena sem hafa áhrif á höfuðbeinþroskun hlutfallslega há snemma á þroskaferlinu (augnstig) og jafnframt tengd hrognastærð hjá afkvæmum silfraða afbrigðisins í Vatnshlíðarvatni; en afbrigðin í vatninu eru minna aðskilin er afbrigðin í Þingvallavatni. Samantekið styðja niðurstöður þá tilgátu að sveigjanleiki í þroska svipgerða, m.a. vegna áhrifa hrognastærðar, minnki eftir því sem samsvæða bleikjuafbrigð eru aðgreindari. Helsta nýnæmi ritgerðarinnar felst í því að sýna hvernig breytileiki í genatjáningu og snemmþroska svipgerða geti skýrt tilurð ólíkra afbrigða innan tegunda og að á fyrstu stigum slíkrar þróunar geti hrognastærð haft áhrif á sveigjanleika þessara þátta.
 
Um doktorsefnið
 
Samantha hóf nám í hestafræðum við Oatridge College í Skotlandi en flutti svo til Norður Wales þar sem hún lauk fyrstu háskólagráðu í dýra- og náttúruverndarfræði við Háskólann í Bangor. Lokaverkefni hennar var unnið á rannsóknastofu í sameindavistfræði og fiskaerfðafræði og fjallaði um líflandafræði "Suður Asískra killifiska" (South Asian Killifish). Þar kviknaði áhugi hennar á að nota sameindalíffræðilegar aðferðir til að útskýra stofngerð fiska, sem leiddi til þess að hún hóf meistaranám við rannsóknir á stofnerfðafræði Bleikju í Norður Wales og lauk með því að hún hlaut verðlaun fyrir bestu meistararitgerð við háskólann í Norður Wales árið 2014. Samantha vildi halda áfram í bleikjurannsóknum og flutti til Íslands árið 2014 þar sem hún hóf doktorsnám sitt við rannsóknir á mikilvægi hrognastærðar fyrir þróun fjölbreytileika hjá afbrigðum íslenskrar bleikju.
 
 
Allir velkomnir. Vörninni verður einnig streymt, í Verið.
 
(Heimild: Vefur HÍ)
 
30.01.2019 - 13:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is