Bjarni kvaddur til sem andmælandi | Háskólinn á Hólum

Bjarni kvaddur til sem andmælandi

Nýlega var Bjarni K. Kristjánsson prófessor fenginn sem andmælandi við doktorsvörn Calum Campbell  við háskólann í Glasgow (University of Glasgow). 

Calum rannsakaði áhrif hækkaðs hitastigs á sveigjanlegt svipfar í bleikju úr Rannoch-vatni í Skotlandi. Aðalleiðbeinandi Calum var dr. Kevin Parsons, en í leiðbeinendanefnd hans voru þeir prófessor Colin Bean og prófessor Colin Adams.

Vörnin, sem var lokuð, stóð yfir í um fjórar klukkustundir og þurfti Calum að svara fjölbreyttum spurningum tengdum verkefni sínu. Að vörn lokinni var haldin veisla til heiðurs hinum nýja doktor. 

Það, að vera kvaddur til sem andmælandi við doktorsvörn við erlendan háskóla felur í sér heilmikla viðurkenningu á vísindastörfum viðkomandi. Og Bjarna hafa þegar hlotnast fleiri slíkar á árinu, því fyrir nokkrum vikum sögðum við frá því að rannsóknaverkefni, sem hann fer fyrir, hefði hlotið öndvegisstyrk úr Rannsóknasjóði. Minnt er á, að enn er hægt að sækja um störf við verkefnið, sem og önnur laus rannsóknastörf við Fiskeldis- og fiskalíffræðideild.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is