Atvinnulífssýningin | Háskólinn á Hólum

Atvinnulífssýningin

Háskólinn á Hólum tók þátt í atvinnulífssýningu Skagfirðinga dagana 5.- 6. maí og kynnti starfsemi skólans fyrir gestum hennar, meðal annars námsframboð og rannsóknir.

Smáar ferskvatnslífverur vöktu athygli og undrun grunnskólabarna sem sóttu bás skólans heim, á meðan almennt spjall um starf skólans og kort af gönguleiðum á Tröllaskaga höfðuðu frekar til þeirra sem eldri voru.

Fjölmenni sótti sýninguna og er skólinn stoltur af þátttöku sinni. 

EBÖ. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is