Stjórn skólans | Háskólinn á Hólum

Stjórn skólans

Stjórn Háskólans á Hólum er falin háskólaráði og rektor. Háskólaráð markar stefnu í kennslu og rannsóknum og mótar skipulag háskólans. Ákvarðanir um skipulagningu fagdeilda háskólans og starfstilhögun eru teknar af háskólaráði.

Við Háskólann á Hólum eru þrjár deildir (Ferðamáladeild, Fiskeldis- og fiskalíffræðideild og Hestafræðideild), sem hver um sig ber ábyrgð á þeim námsleiðum og kennslu- og rannsóknaverkefnum sem tilheyra viðkomandi deild. Með samnýtingu mannafla, aðstöðu til tilrauna, kennslutækja sem og annarrar aðstöðu er stefnt að því að efla fjölbreytt vísindastarf og tryggja hagkvæmni í rekstri.

Framkvæmdaráð háskólans sinnir daglegum rekstri og samræmir starf sviða og deilda. Í framkvæmdaráði sitja rektor, deildarstjórar og fjármálastjóri.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is