Stefna og starfsreglur | Háskólinn á Hólum

Stefna og starfsreglur

 

Skólastarf á Hólum á sér langa sögu. Hinn forni Hólaskóli var stofnaður 1106 í tíð Jóns Ögmundarsonar biskups. Síðan þá hefur skólastarf á Hólum verið nær óslitið. Staðsetning skólans á þessum merka sögu- og helgistað þjóðarinnar gefur honum mikla sérstöðu. Hólaskóli samtvinnar reynslu fortíðar við nýjustu upplýsingar og tækni nútímans. Það myndar sterkt samfélag vísinda- og menningarstarfs.

Stefnt er að því að efla starfsemi skólans enn frekar og um leið þjóna og mæta þörfum samfélagsins betur. Hólaskóli býr yfir ágætri aðstöðu nemenda og kennara en ætlunin er að bæta hana frekar. Það er stefna skólans að efla búsetu, atvinnu og mannlíf í byggðum landsins. Áhersla er lögð á að þróa starfsemi skólans í anda sjálfbærrar þróunar við nýtingu náttúruauðlinda, virkrar byggðastefnu og nýsköpunar.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is