Líkamsrækt | Háskólinn á Hólum

Líkamsrækt

 

Möguleikar til útivistar eru óþrjótandi. Um Hólaskóg liggja göngu- og skokkstígar og stikuð gönguleið er upp í Gvendarskál. Á veturna gefast gjarna tækifæri til að taka fram gönguskíðin. 
Sundlaugin er lokuð yfir háveturinn, en annars gilda sérstakar reglur um notkun hennar. Á sumrin annast Ferðaþjónustan rekstur sundlaugarinnar.
Á veturna er íþróttasalurinn mikið notaður, og unnt er að bóka fasta tíma eftir kl. 16 á daginn. Ýmsir hópar nýta sér það, jafnt nemendur sem starfsmenn - að ógleymdu Ungmennafélaginu Hjalta.
Ágætar reiðleiðir eru um Hjaltadalinn og næsta nágrenni.

Næsta líkamsræktarstöð er á Sauðárkróki og þar er einnig golfvöllur.
Sundlaugar sem opnar eru allt árið eru á Hofsósi, í Varmahlíð og á Sauðárkróki.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is