Innlent samstarf | Háskólinn á Hólum

Innlent samstarf

Samstarf opinberu háskólanna hófst með formlegum hætti í ágúst 2010, þegar mennta- og menningarmálaráðherra gaf út erindisbréf verkefnisstjórnar samstarfsins. Markmið verkefnisins eru í fyrsta lagi efling íslenskra háskóla, kennslu og rannsókna, í öðru lagi aukin hagkvæmni í rekstri háskóla og í þriðja lagi að tryggja háskólastarfsemi víða á landinu. Aðilar að verkefninu eru Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Hólaskóli - Háskólinn á Hólum.

Auk hins almenna samstarfs um ýmsa þætti háskólastarfsins er um að ræða sértækt samstarf um einstakar sameiginlegar námsgráður við hvern og einn þessara háskóla. Þar má nefna:

B.S. í hestafræði, í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri

B.S. í sjávar- og vatnalíffræði, í samvinnu við Háskóla Íslands

Diplómanám í náttúru- og auðlindafræði, í samstarfi við Háskólann á Akureyri

Nemendur Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna taka hluta af námi sínu á Íslandi við fiskeldis- og fiskalíffræðideild Háskólans á Hólum. Einnig hafa starfsmenn deildarinnar farið utan til námskeiðahalds á vegum Sjávarútvegsskólans, til Afríku og Austurlanda fjær.

Ferðamáladeild skólans er í samstarfi við Selasetur Íslands á Hvammstanga og kemur það m.a. fram í sameiginlegri rannsóknastöðu sérfræðings.

Skólinn er aðili að FarskólanumRannsóknamiðstöð ferðamála og Þekkingarsetri á Blönduósi.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is