Íbúar á Hólum | Háskólinn á Hólum

Íbúar á Hólum

 

Hólar eru sannarlega fjölskylduvænn staður. Grunnskólinn að Hólum (deild við Grunnskólann austan Vatna) og leikskólinn Brúsabær eru í túnfætinum.

Staðarbúar geta nýtt sér mötuneyti Hólaskóla og í tengslum við það er rekin lítil verslun með helstu nauðsynjavörur. 

Pósthólf staðarbúa eru á 1. hæð (kjallara) aðalbyggingar. Sendingar má póstleggja hjá þjónustuborði eða kaupa þar frímerki. Póstkassi er hjá pósthólfunum og landpósturinn tæmir hann um um leið og hann ber póstinn út, einu sinni á dag.

Hjaltadalurinn tilheyrir Sveitarfélaginu Skagafirði

Helsti verslunar- og þjónustukjarni héraðsins er Sauðárkrókur.

Samgöngur

Um snjómokstur gilda sérstakar reglur sem m.a. má nálgast á vef sveitarfélagsins.

Leið Strætó (nr. 57) milli Reykjavíkur og Akureyrar liggur um Þverárfjall og Skagafjörð, með viðkomu á Sauðárkróki. Leiðakerfi Strætó er tengt við Hóla með leið nr. 85 - sjá nánar hér í áætlun.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is