Húsnæði í boði | Háskólinn á Hólum

Húsnæði í boði

Einstaklingsíbúðir

Nátthagi 21
Átta einstaklingsíbúðir, hver um 49 fermetrar.
Stofa, eldhús, bað og eitt svefnherbergi auk geymslu, sem er með góðum glugga og því unnt að nota sem svefnherbergi. Íbúðirnar eru leigðar út með eða án búnaðar.

Tveggja herbergja íbúðir

Brúsabyggð 6-A (efri hæð):
Íbúðin er 57,3 fermetrar, tveggja herbergja með eldhúsi, baði og geymslu. Íbúðin er leigð út án húsgagna. Hún hentar vel fyrir einstaklinga, par eða einstakling með eitt barn.

Geitagerði 6,9 og 11:
Sex íbúðir í tvílyftum steinhúsum, neðri hæð. Íbúðirnar eru 67,5 fermetrar, tveggja herbergja með eldhúsi, baði og geymslu. Íbúðirnar henta vel fyrir einstaklinga, par eða einstakling með eitt barn.

Þriggja herbergja íbúðir

Geitagerði 6 og 11 og Brúsabyggð 6-B: 
Fimm íbúðir í tvílyftum steinhúsum, efri hæð. Íbúðirnar eru 68,1 fermetri, þriggja herbergja með eldhúsi, baði og geymslu. Íbúðirnar henta vel fyrir fjölskyldur og tvo einstaklinga, og eru leigðar úr með húsgögnum og búnaði.

Prestssæti 4 og 6, kjallari:
Tvær 57 fermetra íbúðir í kjallara svokallaðs Búshúss, sem er steinhús frá 1970. Í íbúðunum eru tvö svefnherbergi, stofa, eldhús og bað. Íbúðirnar henta fyrir fjölskyldu.

Fjögurra herbergja íbúðir

Nátthagi 19 og 20
Átta íbúðir í þrílyftum steinhúsum. Íbúðirnar eru 97,6 fermetrar að stærð. Í þeim eru 3 svefnherbergi, stofa, eldhús. geymsla, þvottahús og bað. Íbúðirnar henta fyrir fjölskyldur, og eru í boði með eða án húsgagna og búnaðar.

Einstaklingsherbergi í 5 herbergja íbúðum

Brúsabyggð 6 (1. hæð), Nátthagi 19 (1. hæð), Nátthagi 20 (1. hæð), Nátthagi 21 (1. hæð)

Fjögur einstaklingsherbergi, 8-12,6 fermetra, með sameiginlegri aðstöðu, þ.e. tveimur tvö salernum, eldhúsi, stofu og geymslu. Húsnæðið er leigt með húsgögnum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is