Hóladómkirkja | Háskólinn á Hólum

Hóladómkirkja

Hóladómkirkja og Skólahúsið. Mynd Gunnar Óskarsson

Vígslubiskup Hólastiftis situr að Hólum, hinu forna biskups- og menningarsetri. Hann hefur tilsjón með kristnihaldi í Hólastifti og er biskupi til aðstoðar um kirkjuleg málefni og annast biskupsverk er biskup Íslands felur honum. Mikilvægt samstarf er á milli Hólaskóla og vígslubiskups um móttöku gesta og menningarstarf ýmis konar. Núverandi Hólabiskup er Solveig Lára Guðmundsdóttir.

Hóladómkirkja er einstæð að gerð og henni tilheyra margir fornhelgir dýrgripir. Hún hefur því mikið aðdráttarafl.

 

Vefur Hóladómkirkju

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is