Brautskráning | Háskólinn á Hólum

Brautskráning

Brautskráð er tvisvar á ári, að lokinni vorönn og að hausti.

Það er gert við hátíðlega athöfn, sem ýmist fer fram heima á Hólum og þá í Hóladómkirkju, eða í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð.

Við brautskráningu fá allir útskriftarnemar afhent prófskírteini og viðauka með skírteini þar sem fram koma á stöðluðu formi upplýsingar um það nám sem lokið er. Prófskírteinið er á íslensku ásamt staðfestri enskri þýðingu, en viðaukinn á ensku (sé óskað eftir því, geta skírteinisþegar einnig fengið hann á íslensku). Þessi gögn eru afhent án endurgjalds.

Dæmi um viðauka við prófskírteini, gefinn út af Hólaskóla - Háskólanum á Hólum.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is