Aðrar stofnanir og félög | Háskólinn á Hólum

Aðrar stofnanir og félög

Notið krækjurnar til að kynna ykkur viðkomandi stofnanir og verkefni.

Ennfremur:

Sögusetur íslenska hestsins var stofnað að Hólum í Hjaltadal 9. júní 2001 af Hestamiðstöð Íslands, Byggðasafni Skagfirðinga og Hólaskóla. Sögusetrið var gert að sjálfseignarstofnun árið 2006 og eru stofnaðilar hennar Byggðasafn Skagfirðinga og Hólaskóli. Markmið Söguseturs íslenska hestsins er að vera alþjóðleg miðstöð þekkingar og fræðslu um íslenska hestinn og halda úti sýningarstarfi um hvaðeina sem lýtur að íslenska hestinum. Í gömlu hesthúsi sem stendur í hjarta Hólastaðar hefur Sögusetrið komið upp sýningunni Íslenski hesturinn, sem var hún opnuð 14. ágúst 2010. Forstöðumaður Sögusetursins er Kristinn Hugason. Vefur Söguseturs íslenska hestsins.

Embætti dýralæknis í hrossasjúkdómum er á Hólum. Embættið er samstarfsverkefni Yfirdýralæknisembættisins og Háskólans á Hólum. Helstu verkefnin tengjast margvíslegum rannsóknum á heilbrigði hrossa og kennslu við skólann. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir gegnir embættinu. Embættið heyrir undir Matvælastofnun.

Vefur Matvælastofnunar.

Fiskeldisstöðin Hólalax hf.  Upphaflega voru eigendur veiðifélög á Norðurlandi vestra, fyrirtæki og einstaklingar, en nú er stöðin að 95% og vel það í eigu FISK Seafood. Hún hefur náð umtalsverðum árangri í eldi og markaðssetningu á bleikju. Framkvæmdastjóri Hólalax er Ásmundur Baldvinsson, og stöðvarstóri Friðrik Steinsson. 

Verið-Vísindagarðar ehf. var stofnað í janúar 2007. Tilgangur félagsins, samkvæmt samþykktum, er að annast rekstur kennslu- og rannsóknaraðstöðu í formi vísindagarða í tengslum við Háskólann á Hólum. Framkvæmdastjóri félagsins er Gísli Svan Einarsson. Vefur Versins

Skógræktin á Hólum er samvinnuverkefni Hólaskóla og Skógræktarfélags Skagfirðinga. Um 150 hektarar lands eru nú græddir skógi. Innan skógræktarinnar eru tjaldstæði með hreinlætisaðstöðu og rennandi vatni. Ótal göngustígar liggja um skóginn og hafa þar m.a. nemendur ferðamáladeildar lagt sitt af mörkum.

Grunnskólinn að Hólum er í göngufæri. Grunnskólinn að Hólum, á Hofsósi og Sólgörðum í Fljótum starfa sem ein stofnun undir heitinu Grunnskólinn austan Vatna. Skólastjóri er Jóhann Bjarnason

Leikskólinn Brúsabær er í sama húsi og grunnskólinn. Leikskólastjóri er Anna Stefánsdóttir.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is