Aðventuævintýri á Hólum | Háskólinn á Hólum

Aðventuævintýri á Hólum

Kvenfélag Hólahrepps í samvinnu við Hóladeild Skógræktarfélags Skagfirðinga býður heim til hátíðar. Það verður boðið upp á smákökur og svissmiss fyrir utan Bjórsetur Íslands, í Sögusetri íslenska hestsins verður flóamarkaður og foreldrafélag Grunnskólans austan Vatna býður upp á jólaföndur með börnunum Undir Byrðunni. Skógræktin stýrir jólatréssölunni við rektorshúsið Prestssæti 12 og í Nýjabæ verða spennandi sýningar og jólasögur lesnar. 

Allir velkomnir heim að Hólum!

16.12.2018 - 12:00
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is